
10.000 TEU´s
Í maí náði MM Logik þeim ánægjulega áfanga að hafa veitt ráðgjöf um og eða samið um flutninga á 10.000 gámaeiningum (TEU‘s) fyrir hönd viðskiptavina MM Logik. Í öllum tilfellum hefur náðst mjög góður árangur og er áætlaður meðaltalssparnaður flutningskostnaðar viðskiptavina MM Logik um 20% í einstaka tilfellum töluvert meira!
Þessi árangur staðfestir þörfina á að óháðri og hlutlausri ráðgjöf á íslenska flutningmarkaðnum. Hlakka til að halda áfram að hjálpa fyrirtækjum að spara ekki veitir af í baráttunni við verðbólguna því flutningskostnaður skilar sér nánast undantekningalaust beint út í verðlagið.

Þróun olíuverðs og gjaldskrár skipafélaganna
Nú eru 3 mánuðir frá því að ég birti fyrst gröf yfir þróun olíuverðs í Rotterdam og bar saman við þróun gjaldskráa olíugjald skipafélaganna. Hér koma því uppfærð gröf með þróun síðustu mánaða.

Gjaldskrár, tekjur og olíukostnaður skipafélaganna
Í framhaldi af greiningu á þróun olíugjalda hjá Eimskip og Samskip hef ég fengið ítrekaðar spurningar um hvað megi lesa út úr þessum gröfum og hvað þetta séu stórar tölur.

Þróun olíuverðs og gjaldskrár skipafélaganna - gröf og þróun
BAF og LSS
Í vinnu minni fyrir hin ýmsu fyrirtæki undanfarin misseri tók ég eftir mjög athyglisveðri þróun á olíugjöldum skipafélagana og ákvað því að taka saman þróun þessara gjalda síðustu 3 ár. Verð ég að segja að niðurstöðurnar koma mér verulega á óvart og virðist sem formúlunni um tengingu við þróun olíverðs og nýtingu skipa sem var í notkun um árabil hafi verið kippt úr sambandi. Ákvað ég því að skoða þetta aðeins nánar.
Helstu skammstafanir og skilgreiningar
Admin fee - Umsýslugjald
B/L fee - Farmbréfsgjald
Freight - Sjófrakt / flutninsgjald
THC - Terminal handling charges - upp- og útskipun
FCL - Full container load - heilgámur
LCL - Less than container load - lausavörusending
FAS, FOB, DAP, CIF, CFR, DDP, DAP, EXW, FCA, CPT - Alþjóðlegir flutningaskilmálar, sjá nánar hér: https://guidedimports.com/blog/what-are-incoterms-chart/
BAF - bunker adjustment factor - olíuálag
ISPS - öryggisgjald
LSS - Low sulfure surcharge - brennisteinsálag
Collection fee - innheimtuþóknun
Customs documents - Tollskjalagerð
Disbursment - eftirkrafa
Detention - gámaleiga
Demurage - Svæðisgjald
CPC - container positioning fee - staðsetningargjald
TEU - flutningseining, einn 20’ feta gámur er eitt TEU´s